Heimasíðan er í vinnslu - the page is under construction

Myndlist, stærðfræðieinkatímar, fræðsla um einhverfu og hlugleiðingar um alskonar og hlaðvarp í samstarfi við fleiri er meðal þess sem Margrét Oddný Leópoldsdóttir sinnir um þessar mundir.

Áður var Margrét Oddný virk í Gigtarfélaginu og MG félagi Íslands, rak sýningaplássið Heima er best, hannaði boli í samstarfi við Leópold Kristjánsson undir merki hans Leopold’s Royal T-shirt Company sem seldir voru í Ósóma, kenndi kransagerð, rak verslunina Skúmaskot í samstarfi við aðra hönnuði og listakonur, hannaði heimilisvörur undir merkinu Gola & Glóra, kenndi fatahönnunarnemum LHÍ textílþrykk og stundaði lækningar á Landspítalanum og St. Jósepsspítala í Hafnarfirði. Þegar heilsan leyfir til tekur hún stundum aftur upp þráðinn í sumu af því sem ofan er talið.


 
 

MOLD - listamannsnafn Margrétar Oddnýjar

Blekteikningar af höndum er nýjasta ástríðan.

Mun verða með sýningu á teikningunum í Skúmaskoti dagana 19. - 26. júlí 2023.

Gola & Glóra - hönnun & fræðsla

Gola & Glóra kallaði Margrét Oddný starfsemi sína þegar hún hannaði og seldi heimilisvörur jafnhliða því að kenna einkatíma í stærðfræði og halda námskeið í ýmsu handverki. Gola var hönnunarparturinn en Glóra fræðsluhlutinn. Nú liggur hönnunin niðri en fræðslan er enn í til staðar.

Hönnunarhluti Golu & Glóru liggur niðri eins og er.

Glóra - Stærðfræði einkatímar

Margrét Oddný kennir stærðfræði á grunn- og framhaldsskólastigi eftir samkomulagi ýmist á heimili sínu í Hafnarfirði eða gegnum ZOOM.