Um okkur | About

 
father and daughter.jpg
 

Gamall maður lét æskudrauminn rætast og fékk sér bát sem hann silgdi endrum og sinnum fram í háa elli. Mesta unun hafði hann samt af því að dunda við bátinn og spjalla við hina karlanna á bryggjunni. Teiga að sér sjávarloftið við Hafnarfjarðarhöfn. Eftir að gamli maðurinn lést ákvað dóttir hans að láta sína drauma rætast. Við sömu höfn er hún nú með verkstæði. Með verkfærunum hans kemur hún hugmyndum sínum í form, minnug alls þess sem hann kenndi henni. Allt frá því hvernig halda skyldi á hamri til þess að hnýta pelastikk. Vera við öllu viðbúin með vasahníf og snærisspotta í vasanum. Nú gengur hún oft út á bryggju og teiknar landfestarnar sem vefja sig um pollana og hugsar til föður síns og þeirra þrekrauna sem hans kynslóð gekk í gegnum. Listrænt séð finnst henni myndirnar koma best út með kaðlana eina og sér. En hún getur samt ómögulega þurrkað pollana út af öllum teikningunum sínum. Hann var nefnilega kallaður Polli, gamli maðurinn.

(EN) An old man fulfilled his childhood dream and bought himself a boat. He sailed the boat short distances for many years as he got to be a very old man. His greatest joy was inhaling the fresh air at the harbor of Hafnarfjörður and taking care of the boat and talking to the other men by the pier. The old man carried a string in his pocket at all times and he taught his daughter how to tie a bowline knot. When the old man died, his daughter made her dream come. At the same port she rented a studio where she now makes her own design using her fathers tools. Mindful of all the things he taught to her. Now she often walks out on the dock and thinks of her father and the test of endurance that his generation went through, just to get by. She draws the moorings that are wrapped around the piers bollards. When she draws the ropes she can not skip to draw one of the bollards too. The old mans nick name was Polli meaning bollard in Icelandic.

Margrét Oddný Leópoldsdóttir klárað læknisfræði frá HÍ 1993 og stundað lækningar í 6 ár. Hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2001 með BA gráðu i textílhönnun. Hún hefur síðan sinnt hönnun með einum eða öðrum hætti. Hennar ólæknandi þekkingarþorsti og ástríða fyrir að aðrir njóti þeirrar sælu að uppgötva eitthvað nýtt hefur leitt til þess að hún aðstoðar stundum aðra við hverskyns nám. Í nóvember 2013 stofnaði hún Golu & Glóru. Í ágúst 2015 gekk hún til liðs við samfélag Íshús Hafnarfjarðar þar sem hún er með vinnustofu. Nokkrum mánuðum seinna bauðst henni þátttaka í Skúmaskoti, verslun sem rekin er af nokkrum listakonum og hönnuðum sem selja þar eigin vörur.

(EN) Margrét Oddný Leópoldsdóttir is a BA graduate in textile design from Academy of the Arts in Reykjavík Iceland. Before that she worked as a medical doctor for six years. After her BA 2001 she has been designing on and of. She has a passion for educating and therefore she also offers private lessons and workshops in almost everything she is good at. In November 2013 she founded Gola & Glóra. In August 2015 she joined the studio community at Íshús Hafnarfjarðar and few months later she joined the collective store Skúmaskot where she sells her design among 10 other designers and artists.