Gola & Glóra eru með vinnustofu í Íshúsi Hafnarfjarðar þar sem ríkir mikil kærleiksandi. Á aðventunni verður opið í nýja verslunar og viðburðarrýminu í Íshúsinu. Þar er allt í mótun og á aðventunni má þar finna verslun Íshúsbúa, markaðstorg utanaðkomandi hönnuða og listamanna, kaffisölu frá Reykjavík roasters og myndlistasýningu. Verið hjartanlega velkomin, ath, það er gengið inn frá smábátahöfninni.