Eggjaplaköt | Egg Posters

Sú var tíðin að menn lögðu sig í lífshættu við að komast yfir svartfuglsegg þar sem þau báru af annarri næringu. Nú er öldin önnur og rannsóknir sýna að íslensk svartfuglsegg innihalda þrávirk lífræn efni í allt að tíu sinnum meira magni en leyfilegt hámark í hænueggjum. Að borða eitt egg á ári er þó talin skaðlaus iðja. Hvað sem því líður þá eru svartfuglseggin ennþá falleg og mikil prýði af þeim sem plakötum upp á vegg. Litirnir í ljósu plakötunum breytast mikið eftir því hvernig veggurinn bak við þau er á litinn. Þau fara best á vegg máluðum í hlutlausum lit eða náttúrulegum. Fyrirmyndir eggjaplakatanna eru tvö teistuegg (ljósir tónar) og eitt langvíuegg (blágrænt). Plakötin tilheyra Björg í bú seríunni. Þau eru prentuð á sænskan pappír sem unninn er  á umhverfislega ábyrgan hátt. Þetta eru 5 mismunandi teikningar sem eru til í særðinni A4 (21x29,7 cm), 30x40 cm og 47,5x70 cm. Eldri prentun inniheldur 6 mismandi gerðir, allar í stærðinni A3.

(EN) Back in the days people risked their life to collect wild bird eggs from the cliffs by the seaside. These eggs had abundance of important nutrition. But nowadays they are full of harmful chemicals like PCB. Icelandic auk eggs have ten times the recommended maximum amount of these chemicals. But still these eggs are beautiful. The posters of common murre eggs and black guillemot eggs will compliment your home, especially if the walls are not snow white but have some shade of neutral color or any color of the nature. The posters are part of the Keeping One's Moorings series. They are printed on Swedish paper that are made from responsible resources. The posters are 5 different drawings, available in the sizes: A4 (21x29,7 cm), 30x40 cm and 47,5x70 cm. Older edition are available in 6 different drawings in the size A3.