Námskeið | Workshops

Námskeið í ýmsu handverki og hönnun. Svo sem kransagerð, myndsturgerð, textílþrykki, jurtalitun á eggjum, litafræði, harðangri og klaustri, ofl. ofl.

(EN) Short workshops in various fields of design and craft; wreath making, pattern making, silk screen printing, color theory, natural dyeing of eggs, Hardanger embroidery and more.

Næstu námskeið / next workshops

Upplýsingar um næstu námskeið má nálgast á viðburðarsíðunni. Eins má hafa samband til spyrjast fyrir eða óska sérstaklega eftir námskeiði fyrir sérstakan hóp/a.

(EN) Information on dates for upcoming workshops can be found on the event page. You can also contact us to get further information.

Verð / price

Skipulögð námskeið með 4-10 þátttakendum kosta 4000 kr/klst fyrir hvern þátttakanda. Á lengri námskeiðum eru einfalldar veitingar í kaffi hléum eru innifalin í verði nema annað sé tekið fram í námskeiðslýsingu. Önnur verð eiga við þegar efniviður er innifalinn.

(EN) Workshops for 4-10 participants costs 4000 kr per hour per participant. Teaching materials and simlpe refreshments are incluted except otherwise specified in the workshop description. When the material is included in the price the fee is a bit higher.

 
 

Kransagerð | Wrealth making

Kransagerð er andlega nærandi og veitir hugarró. Boðið er upp á þrjár gerðir kransanámskeiða, stutt smákransanámskeið, jólakransanámskeið og lengri haustkransanámskeið. Næstu námskeið eru auglýst á viðburðar síðunni.

Sumar námskeiðið eru haldin úti í guðsgrænni náttúrinni. Ýmist í lyngmóa eða jafnvel niðri í fjöru. Miðað er við sá sem sækir námskeiðið geri lítinn einfaldan krans þar sem lögð er áhersla á að þátttakendur nái góðum tökum á tækninni og verði í framhaldinu allir vegir færir til að takast á við stærri og flóknari verkefni. Efniviðurinn fer eftir því hvað náttúran bíður upp á hverju sinni. Námskeiðin miðast við 4-5 þátttakendur og taka um 3 klst. Vír og efniviður í undirkrans er innifalin í verði nema annað sé tekið fram.

Haustkransa námskeiðið. Eitt haustkransanámskeið verður haldið og fer fram tvo sunnudaga með tveggja vikna millibili. Tvo tíma fyrri sunnudaginn og 4klst seinni sunnudaginn. Miðast við 6-10 þátttakendur og fer einugis fram ef næg þátttaka fæst.

Fyrri sunnudaginn í í lok ágúst eða byrjun september er sýnikennsla úti í náttúrurunni þar sem kynntar eru þær jurtir sem henta best í kransagerð og annað sem þarf til að binda haustkrans. Ýmislegt ber að hafa í huga við söfnun jurtanna, ekki síst hvað varðar góða umgengni við náttúruna. Næstu tvær vikur safna þáttakendur síðan sjálfir jurtum fram að þeim degi sem sjálf kransagerðin fer fram.

Seinni sunnudaginn mun hver þátttakandi sinn eiginn krans úr sínum eigin efnivið. Á námskeiðinu verður farið yfir hvað þarf að hafa í huga áður en byrjað er að binda kransinn.  Meðal annars grunnatriði í litafræði og ýmislegt sem nýtist vel við gerð kransanna. Mismunandi útfærslur á krönsum verða sýndar og ýmislegt sem tengist kransagerð óbeint.

Innifalið í námskeiðinu: Námsefni sem þátttakendur geta nýtt sér við öflun jurta og til upprifjunar ár eftir ár. Súpa eða aðrar léttar veitingar seinni dag námskeiðsins .

Þátttakendur leggja til: eigin efnivið í krans; jurtir, basthring, vír, garðaklippur,  lakk og góða skapið.

Jólakransa námskeiðið einn sunnudag og eru 1-2 slík í boði í nóvember. Námskeiðið miðast við 4-6 þáttakendur og tekur 4 klst. Miðað er við að þátttakendur komi með efniviðinn með sér. 

Kennt verður að gera jólakrans sem gæti verið notaður sem útihurðarkrans eða sem aðventukrans með kertum. Farið verður yfir mismunandi útfærslur á krönsum og ýmislegt sem tengist kransagerð óbeint.

Léttar veitingar eru innifalddar í námskeiðinu.

Þátttakendur leggja til: eigin efnivið í krans; greni eða furu, basthring, blómavír, garðaklippur, köngla, annað skraut og jólaskapið. Límbyssu má einnig nota ef þátttakandi vill.

(EN) Information in english can be requested by e-mail.

 

Mynsturgerð | Pattern making

Miðast við 5-12 þátttakendur eftir því hvernig námskeiðinu er hagað. Færri pláss eru á tölvunámskeiðinu en fleiri ef mynsturgerðin fer fram í höndunum. Námskeiðið tekur frá 4-17 klst. eftir þörfum hvers hóps. Námskeiðin eru jafnt fyrir byrjendur og lengra komna t.d. textílmenntað fólk sem vill bæta tölvuþekkingu sína í mynsturgerð.

Kennd verða; símynsturgerð bæði regluleg og hvernig hægt er að láta óregluleg mynstur endurtaka sig án þess að skilin sjáist. Hver þátttakandi fer heim með mynstur sem hann hefur sjálfur hannað. Form þess fer síðan eftir áhugasviði og tölvukunnáttu hópsins sem sækir námskeiðið. Rafrænt skjal, stensill eða glæra. Rafræn skjöl er hægt að nota á heimasíður, prenta út eða senda í prentsmiðju (textíl, pappír, veggfóður…). Stensil er hægt að nota til að stensla á veggi eða textíl. Glæru er hægt að nota til að búa til silkiþrykkramma eða lýsa beint á efni með ljósnæmum lit. Hugsanlega passar mynstrið í útsaum, útskurð eða annað handverk.

Óskir hvers hóps ráða því hvort kennt verður bæði eða annað hvort að gera mynstrin í tölvu eða í höndunum. Við tölvuvinnslu er hægt að nota Gimp sem er einfallt ókeypis foriteða forit eins og Photoshop og Illustrator.

(EN) Information in english can be requested by e-mail.

 

Textílþrykk | Textile printing

Námskeiðið miðast við 3-12 þátttakendur og fer fram eftir eftirspurn. Námskeiðið tekur frá 3-17 klst. eftir þörfum hvers hóps. Prentað er með vatnsleysanlegum textíllit sem síðan er straujaður fastur þannig að hann verður þvottaekta.

Á örnámskeiðum (3 klst) verður kennd einfaldasta gerð af silkiprenti þar sem stenslar eru skornir út í papír eða bókaplast og prentað með þeim í gegnum silkiprentramma á textil. Lengri námskeið miða við að hver og einn lýsi mynstri eða mynd á ramma til að þrykkja með. En það gefur möguleika á fjölbreyttari tegundum af myndum / mynstrum.

Þátttakendur koma sjálfir með efni til að prenta á, textílliti og þrykkramma (nema á örnámskeiðum).

(EN) Information in english can be requested by e-mail.

 

Jurtalitun eggja | Coloured eggs

Notast verður við ýmislegt grænmeti og krydd til að búa til litunarbað sem notuð eru til að heillita hænuegg. Eggin eru ekki máluð heldur látin liggja í mismunandi jurtalitunarlegi sem er útbúinn á námskeiðinu. Mynstur eru fengin með blúndum, stráum, hrísgrjónum og laufblöðum. 

Þátttakendur þurfa sjálfir að koma með egg, krukkur og gamla nælonsokka og blúndur.

Námskeið miðast við 5-10 þátttakendur og fer fram ef næg þátttaka fæst. Það tekur samtals 5 klst og skiptist á tvo daga í röð (t.d.3 og hálf klst á laugardegi og 1 og hálf klst. á sunnudegi).

Næsta námskeið áætlað 1-2 vikum fyrir páska ef næg þátttaka næst.

(EN) Information in english can be requested by e-mail.