Back to All Events

Kransagerðarnámskeið | Wreathmaking

  • Litla Hönnunar Búðin 19 Strandgata Hafnarfjörður Iceland (map)

Kransagerð er andlega nærandi og veitir hugarró. Næsta kransanámskeið Golu & Glóru verður í Litlu Hönnunar Búiðinni, Strandgötu 19, Hafnarfirði miðvikudagskvöldið 5. september kl 19-21:30. Námskeiðið tekur eitt kvöld. Stefnt er vikulegum námskeiðum (á þriðjudagskvöldum) í september og fyrstu tvær vikur október. Svo byrja aðventukransanámskeiðin í nóvember.

Nú í haust verða gerðir litlir einfaldir kransar. Aðeins 3-4 taka þátt hvert kvöld. Lögð er áhersla á að þátttakendur nái góðum tökum á tækninni og verði allir vegir færir með stærri og flóknari verkefni í framhaldinu.  Efniviður kransanna fer eftir því hvað náttúran hefur tiltækt hverju sinni. Efnið er innifalið í námskeiðsgjaldinu sem er 9000 kr. Skráning fer fram í Litlu Hönnunar Búðinni eða skilaboðum til Golu & Glóru á facebook (eða með tölvupósti: gola(hjá)gola.is).