Kransanámskeiðin í Litlu Hönnunar Búðinni hafa verið vinsæl og eftirspurn er mikil.
Vegna afboðanna eru 5 laus pláss á námskeiðið þann 25. nóv. kl 10-13. Endilega sendið mér línu ef þið hafið áhuga og eruð tilbúin að staðfesta skráninguna með greiðslu (eina leiðin til að ég geti tryggt efnivið á námskeiðið).
Til að bregðast við þessari miklu eftirspurn eftir námskeiðum er búið að bæta við einu námskeiði laugardaginn 24. nóvember kl 9-12 og eru 3 laus pláss á því. Laugardagsnámskeiðið verður haldið í Íshúsi Hafnarfjarðar. Ef eftirspurnin verður mikil og námskeiðið þann 24. nóv. fyllist er möguleiki að bæta fleiri námskeiðum við í desember. Þau verða þá öll í Íshúsi Hafnarfjarðar þar sem Litla Hönnunar Búiðin verður með opið alla sunnudaga í desember.
Námskeiðin kosta 9000kr og þarf að greiða námskeiðsgjald við skráningu til að tryggja sér pláss.
Hér má sjá sýnishorn af afrakstri námskeiðanna.
Stöku kransar verða til sölu og má finna þá á facebook síðu Golu og Glóru.