Back to All Events

Vetrar- og jólakransar | Winter or Xmas Wreaths


  • Litla Hönnunar Búðin 19 Strandgata Hafnarfjörður Iceland (map)
Þrjú til fjögur laus pláss á kransanámskeiðið sunnudaginn 25. nóv. kl 10-13.

Breytilegir kransar frá einu námskeiði til annars…

Skraut grein eða hálfkrans

Skraut grein eða hálfkrans

Námskeiðið fellst í því að hver og einn fær kennslu og hjálp við að útbúa sinn eigin vetrarkrans sem á einfaldan hátt er hægt að breyta í jólakrans eða aðventuskreytingu.

Miðað er við byrjendur þó námskeiðið gagnist líka þeim sem eru vanir. Markmiðið er að allir þátttakendur verði sjálfbjarga með að gera alskonar kransa í framhaldinu.

Við hvert námskeið verður haft samráð við námskeiðshópinn um hvaða efniviður verður fyrir valinu sem takmarkast þó við það sem hægt er að nálgst hverju sinni og fellur innan þess verðs sem námskeiðið miðar við. Jafnframt getur hópurinn valið að gera lengju í stað krans.

Fyrst er gerður undirkrans úr greinum sem er síðan notaður sem grunnur undir vetrarkransinn. Vetrarkransinn er bundinn um greinarnar úr efnivið sem er breytilegur frá einu námskeiði til annars. Ein undanteking er á þessu og verður þá notaður hálmkrans.

Í lokin verður sýnt hvernig hægt er að poppa vetrarkransinn upp í jólahurðakrans eða aðventuskreytingu.

Efnið í undirkransinn og vetrarkransinn er innifalið í námskeiðsgjaldinu sem er 9000kr. Eins fylgir með í gjaldinu það sem þarf til að gera kransinn jólalegan á fremur mínimalískan hátt. Sumir vilja skreyta sína kransa meira og þurfa þá að koma með aukaskraut með sér. Þátttakendur verða látnir vita þegar nær dregur hvaða efniviður verður tiltækur á hverjum tíma. Og hvað hver og einn gæti hugsanlega vilja bæta við af skrauti.

Sýnishorn af mismunandi útgáfum af krönsum…

Hvar og hvenær…

Vetra- og jólakransanámskeiðin byrja 21. október og verða frá þeim tíma alla sunnudaga út nóvember. Námskeiðin eru haldin eftirfarnadi daga í Litlu Hönnunar Búðinni:

(ath. í nóv. eru tvö námskeið hvern sunnudag):

28. október kl 13-16 - uppselt !

4. nóvember kl 14-17 - eitt laust pláss

11. nóvember 14-17 - laust fyrir tvo

18. nóvember 14-17 - eitt laust pláss

25. nóvember kl 14-17 - uppselt !

21. október kl 13-16 - laus pláss

4. nóvember kl 10-13 - eitt laust pláss

11. nóvember kl 10-13 - eitt laust pláss

18. nóvember 10-13 - eitt laust pláss

25. nóvember kl 10-13 - laust fyrir 3-4

Takmarkað pláss verður á hverju námskeiði þannig að vissara er að tryggja sér pláss fyrr en seinna. Skráning fer fram með skilaboðum margret(hjá)leopold.is eða í gegnum skilaboð á þessari síðu. Námskeiðin kosta 9000 kr með efnivið í vetrarkransinn og svolítið af efni til að gera hann jólalegan. Hverjum og einum er frjálst að koma með meira skraut aukalega fyrir sig.