Gola & Glóra ráða sér vart fyrir spenningi við undirbúning á lang stærsta viðburði ársins: Sjómannadeginum með meiru! Samtakamáttur fjölmargra aðila við Flensborgarhöfnina í Hafnarfirði framkallast í glæsilegri og um fram allt ótrúlega skemmtilegri dagskrá um sjómannadagshelgina 4.-5. júní. Já, við sögðum helgina! Fjörið var svo mikið í fyrra að ákveðið var að hafa hátiðarhöldin bæði laugardag og sunnudag í ár. Dagskráin er fjölbreytt og þar er að finna eitthvað fyrir alla, unga sem aldna.
Íshúsið verður auðvitað með í fjörinu og allar vinnustofur opnar auk þess sem margt fleira spennandi verður um að vera í húsinu. Endilega kynnið ykkur dagskránna vel því hún er ekki eins báða dagana. Við hlökkum til að sjá ykkur. Verið hjartanlega velkomin!