Back to All Events

Tvö haustkransa námskeið eftir | Two autumn wreath workshops left

  • Litla Hönnunar Búðin 19 Strandgata Hafnarfjörður Iceland (map)

Kransagerð er tilvalin athöfn til að róa hugan. Allt annað gleymist á meðan. Núvitund. Vinsælu haustkransagerðarnámskeið eru eftir þetta árið. Núna 2. október og síðan 9. október. Þau eru haldin í Litlu Hönnunar Búðinni á Strandgötu í Hafnarfirði. Unnið er með það efni sem náttúran hefur tiltækt hverju sinni. Aðeins 4 þátttakendur eru hvert kvöld til að halda í rólega og notalega stemningu. Námskeiðið kostar 9000kr og er allt efni innifalið. Skráning í búðinni eða gegnum skilaboð eða tölvupóst: margret(hjá)leopold.is

Jólakransanámskeið hefjast síðan sunnudaginn 21. október og verða áfram alla sunnudaga út nóvember. Þá verða líka aðventukransanámskeið í nóvember á sunnudögum.