Nú minnir haustið hressilega á sig. Síðasti sjéns að týna maríustakk í kransa. Námskeiðið 25. sept. í Litlu Hönnunar Búðinni verður það síðasta þar sem maríustakkurinn verður í aðalhlutverki. Á þriðjudagsnámskeiðunum sem koma í kjölfarið munu aðrar jurtir fá að njóta sín. Svo styttist í jólakransanámskeiðin. :)
Það er enn laus pláss á þriðjudaginn 25. sept. Námskeiðið hefst kl 19 og stendur til 21:30 og kostar 9000kr (efni innifalið). Aðeins 4 pláss. Skráning í versluninni eða skilaboðum.