Back to All Events

Gakktu í bæinn

  • Íshús Hafnarfjarðar 90 Strandgata Hafnarfjörður, Iceland (map)

Gola og Glóra verða ásamt öðrum í Íshúsinu með opnar vinnustofur á Gakktu í bæinn hátíðinni á föstudagskvöldinu 22. apríl frá kl 17 til kl 22. Fleiri vinnustofur verða opnar þetta kvöld og eins og sjá má á kortinu þá er afar heppilegt hvernig vinnustofurnar raða sér niður á tilvalda gönguferð. Ýmislegt annað er að sjá á þeirri göngu; höfnina, kaffihús, matsölustaði, Hafnarborg og kanski verða einhverjar verslanir líka opnar.

Þó að á föstudagskvöldinu verði mesta fjörið þá verður ekki síður gaman um helgina. Gakktu í bæinn er nefnilega bara ein af mörgum undirhátíðum Bjartra daga í Hafnarfirði. Bjartir dagar byrja miðvikudagskvöldið 20. apríl en þá verður líka tónlistarviðburðurinn Heimahátíð.

Íshús Hafnarfjarðar verður með opið á Björtum dögum sem hér segir:

Opnar vinnustofur: föstudagur kl 17-22 og laugardagur 13-17

Pop up kaffihús Íshússins, myndlistarsýning Rósu Sigurbergsdóttur og ungir listamenn frá leikskólunum Álfasteini og Hlíðarbergi sýna verk sín: fös. kl 17-22, lau og sun. kl 13-17.