Gola & Glóra komin í Íshúsið | Gola & Glóra joins the Íshús

Gola & Glóra eru að koma sér fyrir á nýju vinnustofunni í Íshúsi Hafnarfjarðar.  Í Íshúsinu er einstök stemning, þar sem um 30 hönnuðir, listamenn, handverksfólk og iðnaðarmenn vinna að sínum verkefnum í opnu og skemmtilegu umhverfi. Þó hver vinni að sínu þá ríkir í húsinu mikill samhugur og samvinna.

Í Íshúsinu er rekin verslun alla fimmtudaga frá kl 17-21 og fyrsta laugardag í mánuði frá kl 13-17. Stefnt er á að hafa verslunina opna fleiri daga í viku þegar fram líða stundir. Áfram verður opið hús nokkrum sinnum á ári þegar mikið stendur til.

Gola & Glóra hlakka til að klára að koma sér fyrir svo framleiðslan geti farið á fullt og nóg verði til af vörum fyrir fólk að versla fyrir jólin. Spennandi tímar framundan.

(EN) We are very happy to tell you that Gola & Glóra now have a new workstation in Íshús Hafnarfjarðar. The Íshús is an old fish factory and freezing plant by the harbor of Hafnarfjörður (translates Harborfjord).  Íshús (translates Icehouse) is in present day a community of about 30 designers, artists and craftsmen who work individually on their own projects. But still, there is a sense of unity and cooperation.

The shop in Íshús Hafnarfjarðar is open every Thursday from 17-21 o’clock and the first Saturday of every month it is open from 13-17 o’clock. Hopefully soon it will be open more often. 

Gola & Glóra are eager to finish moving in and to start producing in bigger scale than ever. There should be plenty of things ready in time for Christmas shopping. The times ahead are exciting.