PopArt hátíð Hafnarfjarðar | PopArt festival

Í dag byrjar 4. daga PopArt hátið í miðbæ Hafnarfjarðar núna í ágúst. Gola & Glóra taka þátt með sýningaropnun á plakötum í Litlu Hönnunar Búðinni, Strandgötu 17 (rétt hjá Súfistanum). Plakötin prýða línuteikningar sem hönnuður Golu & Glóru, Margrét Oddný Leópoldsdóttir, gerir af landfestum af öllum gerðum; kaðlar, snæri, spottar og taugar. Opnunin byrjar kl 18 og er til 21. Það er tilvalið að hressa upp á sálartetrið með því að skella sér í Hafnarfjörðinn. Ýmislegt annað er á döfinni, tónlist á Thorsplani og víðar, matarvagnar með spennandi réttum og alskonar listastúss í hverju skúmaskoti.

(EN) Gola & Glóra take part in the four day PopArt festival in Hafnarfjörður Iceland in August.