Náttúran er undur | The magic of nature

Rýni niður í svörðinn eftir efnivið í kransagerð. Uppgötva undur náttúrunnar. Magnaða hringrás á efni. Þessi stórfenglegi lífmassi sem sprettur úr jörðu hvert vor og sölnar að hausti. Til hvers? Varla bara til að gleðja augu mannsins og næra býflugur? Skordýr og maðkar búa um sig í trjám og fuglarnir gera þau sér að góðu. Fræ og ber að hausti eru líka fæða fugla og músa. Og gróðurinn veitir skjól sumar og vetur. Á veturnar búa mýsnar sér til flókin fjölbýli undir fallinni lúpinu og snjóbreiðu. Þá kemur uglan að leita sér að mús í gogginn. Og krummi byrstir sig við hana. Hringrás, eilíf hringrás.

Hægt er að smella á myndirnar til að sjá þær stærri og fletta í gegnum þær þannig.