Brúðkaup systur minnar | My sister wedding

Um liðna helgi var haldið ógleymanlega skemmtilegt brúðkaup Jóhönnu systur minnar og Hilmars. Mér var falið það skemmtilega verkefni að hafa umsjón með skreytingum í brúðkaupinu sem og að gera brúðarvöndinn. Öll blómin voru týnd úti í náttúrunni í Búðardal og Norðurárdal og að auki í nokkrum görðum í Búðardal. Margir lögðu hönd á plóginn og uppskeran var dagur sem lengi verður í minnum hafður. Myndina af brúðhjónunum tók Jón Trausti Markússon. Aðrar myndir tók undirrituð, Margrét Oddný Leópoldsdóttir.